Rebekka Rós Þorsteinsdóttir er annar stofnandi Kyrrðarjóga og hóf sitt innra ferðalag þegar hún lendir í mótbyr í kjölfarið á líkamlegum veikindum. Leiðin til bata var löng og ströng en alveg þess virði.
Rebekka útskrifaðist sem hjúkrunafræðingur frá HÍ 2002, fór svo í framhaldsnám í svæfingahjúkrun og útskrifast árið 2012. Rebekka Rós hefur unnið á skurð og svæfingadeild Landspítalans í Fossvogi frá útskrift.
Eftir langvarandi líkamleg veikindi og álag þá fór Rebekka í árs veikindaleyfi þar sem hún fór í gegnum endurhæfingarferli hjá Virk og dvaldi meðal annars á Reykjalundi. Í kjölfarið á þeirri uppbyggingu lá leiðin í átt að jóga og hugleiðsluiðkun. Rebekka hóf nám hjá Arnbjörgu Kristínu í HAF jóga og útskrifaðist sem jógakennari í vatni árið 2016. Hún sinnti kennslu á námskeiðum í Boðaþingi og á Grensás.
Árið 2017 lauk Rebekka jógakennaranámi í Yoga Shala með áherslu á Vinyasa flæði. Einnig tók hún framhaldsnámi í jógafræðunum hjá Julie Martin – Brahmani style og er því komin með samtals 750 viðurkennda RIY tíma.
Síðustu 2 ár hefur Rebekka samhliða starfi sínu á svæfingunni í Fossvogi verið að leiða fólk inn í djúpslökun og hugleiðslu með aðferðum Kyrrðarjóga. Hennar ástríða er að hlúa að samferðafólki sínu með hjarta og hönd. Snerting er stór hluti af hennar nálgun í Kyrrðarjóga.
“Our deepest fear is not that we are inadequate. Our deepest fear is that we are powerful beyond measure. It is our light, not our darkness that most frightens us. We ask ourselves, 'Who am I to be brilliant, gorgeous, talented, fabulous? Actually, who are you not to be?” - Marianne Williamson.