Tónheilun
Gong
Í Kyrrðarjóga notum við alltaf Gong til að hjálpa ykkur að komast dýpra í slökun. Þetta magnaða hljóðfæri snertir við einstaklingnum á djúpstæðan og umbreytandi hátt. Hljóð Gongsins skapar djúpa slökun, hreinsar hugann og undirmeðvitundina. Í dag er Gongið gjarnan notað sem meðferðarform í heilun og djúpslökun. Víbrandi tónar hljóðfærisins fá þig til að slaka á og sleppa tökum á öllu því sem ekki gagnast þér þá stundina. Gong tónheilun er þess vegna mjög góð streitulosun og hefur róandi og uppbyggileg áhrif á taugakerfið. Tónheilun er því mikilvægur hluti af ferðalaginu inn í kyrrðina.
Margir lýsa upplifun sinni af Gong slökun sem heilun frá náttúrunnar hendi. Okkar eigin upplifun er sú að víbrandi tónar Gongsins spili á allt litróf lífsorkunnar. Margir skynjar orku Gongsins og tóna þess í hverri einustu frumu í líkamanum.
Kennarinn okkar hún Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir "Gongmeistari Íslands" lýsti tónheiluninni á svo einstakan hátt: Gongið hjálpar þér að tengjast frumástandi vitundarinnar". Mögnuð orð hjá henni Arnbjörgu.
meðferðar-harpa
Frá örófi alda hefur hljóð verið notað til heilunar og heilsubóta. Margir upplifa hljóð og tónlist sem slakandi, róandi og uppbyggjandi fyrir taugakerfið. Í dag er tónheilun notuð til að hlúa að einstaklingum og til eru margar tegundir af hljóðum sem ýta undir slökunarviðbragðið og auka vellíðan. Hljóð getur haft meðferðarlegt gildi.
Í Kyrrðarjóga eru ýmis tónheilunar hljóðfæri notuð og má þar helst nefna gong, hörpu og kristalsskálar.
Laufey lærði að spila á svokallaða meðferðar-hörpu (Therapy Harp) sem hún notar reglulega í Kyrrðarjóga. Hún lærði af Shelly Ann Reif sem kemur reglulega til Íslands og leiðir vinnustofur og kennir tónheilun.
Fyrir áhugasama þá er hér slóðin á vefsíðuna hennar: www.shellyreef.com