Djúpslakandi hugleiðsla
Í þessari hugleiðslu leiðir Laufey þig í inn í tuttugu mínútna hugleiðsluferðalag þar sem markmiðið er að ná líkamlegri djúpslökun ásamt innri kyrrð og ró. Komdu þér vel fyrir í liggjandi stöðu, lokaðu augunum og leyfðu huganum að kyrrast. Laufey spilar undir á hörpuna sína til að leiða þig dýpra inn á við.